Skilmálar
Afhending vöru
Viðskiptavinur getur valið að sækja vörur í vöruhús. Velji viðskiptavinur að sækja vöruna í vöruhús fær hann tilkynningu þegar varan er tilbúin til afhendingar á viðeigandi afhendingarstað.
Afgreiðsla og afhending pantana tekur alla jafn 1-2 daga, með fyrirvara um álag og að varan sé til á lager. Flestar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða daginn eftir.
Velji viðskiptavinur að fá pöntun senda verður pöntunin send með Póstinum heim að dyrum eða á næsta pósthús gegn gjaldi.
Skilaréttur
Skil á búnaði í stöðluðum stærðum
Ef þú pantaðir ranga stærð þá getur kaupandi skilað vörunni innan tveggja vikna frá kaupum og fengið rétta stærð.
Endurgreiðslur er einungis hægt að veita ef það er eitthvað rangt við framleiðsluna á vörunni eða að mistök hafi átt sér stað af okkar hálfu.
Athugið stærðir vandlega. Ekki fara eftir stærðinni á gamla gallanum eða beltinu þínu ef það er framleitt af öðrum framleiðanda. Hver framleiðandi er með sitt eigið stærðarkerfi.
Notaðar eða þvegnar vörur er ekki hægt að skila undir neinum kringumstæðum.
Sérsaumaðir gallar og belti.
Vinsamlegast athugið að merktar vörur eða sérsaumaðir gallar eða belti eru gerð fyrir þig, svo það er ekki hægt að hætta við eða skila þeim ef þú skiptir um skoðun eftir að pöntun hefur verið gerð fyrir þig.
Það verður ómögulegt fyrir okkur eða framleiðandann að endurselja vöruna svo við endurgreiðum ekki nema að gerð hafi verið mistök af okkar hálfu eða framleiðandans.
Þú berð ábyrgð á því að gera þínar mælingar rétt og að velja réttu stærðina.
Ef þú hefur einhverjar efasemdir endilega hafðu samband við okkur áður en þú pantar og við munum gefa þér ráð og leiðbeiningar. En endanlega ákörðunin er þín.
Persónuupplýsingar
Öll söfnun og meðhöndlun persónuupplýsingar er unnin í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Til þess að geta uppfyllt þá þjónustu sem er í boði þegar verslað er í vefversluninni þá þurfum við að fá upplýsingar um nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer. Við vistum engar greiðsluupplýsingar aðrar en hvaða greiðslumiðill var notast við þegar pöntunin var greidd.
Við deilum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðili nema til þess að uppfylla þá þjónustu sem þú hefur valið, til dæmis til þess að uppfylla óskir um heimsendingarþjónustu.