Hirota Sérsaumur

Hirota bíður upp á sérsaumaða karategalla.

Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga áður en þú pantar sérsniðinn galla er aukakostnaðurinn, aukatíminn sem það tekur og möguleikinn á villum í mælingum. (Við munum hjálpa þér að lágmarka villur eins vel og hægt er).

Við mælum venjulega ekki með þessum valmöguleika fyrir flesta nema að það sé ástæða til. Ef þú ert mjög grannur og hávaxinn eða líkaminn þinn er í ósamræmum hlutföllum. Hins vegar, fyrir úrvals keppendur, þjálfara eða iðkendur þá mun þetta vera góður kostur.

Til að fá mælingarnar fyrir sérsaumaðann galla er mælt með því að taka þann galla sem þú átt sem passar þér best og gera breytingar þar sem þú telur þær nauðsynlegar til þess að gallinn passi sem best. (Farðu í gallann þinn og reyndu að ákveða hvort þú vilt aðeins lengra hér, aðeins styttra þarna og hversu mikið)

Ýttu hér fyrir leiðbeiningar um hvernig á að mæla.

Ef þú vilt high wasted galla þá mæliru buxurnar eins og fyrir venjulegann galla og bætir svo við 4cm við H mælinguna.

Það er líka æskilegt að láta hæð, þyngd og mittismál fylgja.

Viltu gallann merktann?

Vinsamlegast takið eftir að merktir galllar eru ekki löggildir í keppni innan WKF (World Karate Federation).

Flestir sem fjárfesta í svona dýrum galla hafa tilhneigingu til þess að hafa hann merktann með nafni. Nafnið er saumað rétt fyri ofan miða framleiðandans á jakkanum og við hliðina á merkjinu á buxunum. Sérmerking er fáanleg í enska stafrófinu, Katakana og kanji.

Sérmerking gerir gallann persónulegri og lítur líka ótrúlega vel út. Kemur líka í veg fyrir að einhver annar taki gallann þinn í misgripum.

Hafðu samband fyrir fleiri upplýsingar.

📧 info@dogi.is
📞 895-1661

Back to blog