Að hugsa um gallann þinn

Hér er nokkrar einfaldar reglur sem gott er að fylgja til þess að hugsa vel um Karate gallann þinn.

1. Þvoðu galllann reglulega

Reglulega þýðir helst eftir hverja æfingu eða raunhæfara eftir hverjar tvær eða þrjár æfingar ef þú æfir daglega.

2. Ekki þvo gallann með heitu vatni

Best er að þvo gallann með köldu vatni. Sumar þvottavélar bjóða ekki upp á þann valmöguleika en notið þá lægsta hitastig sem vélin leyfir. Þetta hjálpar gegn því að gallinn minnki í þvotti og lágmarkar líka skemmdir á efninu. Það er líka mælt með því að þvo á lágum snúning.

3. Ekki nota klór (Bleach)

Ef þú fylgir reglu 1, þá ætti aldrei að vera þörf á því. Jafnvel blóð og óhreinindi ætti að nást úr án klórs sé það gert rétt.

4. Ekki nota mýkingarefni

Míkingarefni getur ekki aðeins lokað fyrir holurnar í bómullarefninu og læst þar með óhreinindum og svita í efninu, heldur stuðlar það einnig að því að skemma trefjar efnisins.


5. Ekki setja gallann í þurkkara.

Best er að hengja gallann upp og leyfa honum að þorna. Við það að setja gallann í þurrkara þá getur hann ekki bara minnkað, heldur skemmir það efnið hægt og rólega og gallinn verður stífari og viðkvæmari.

6. Þvoðu gallann sér.

Ef það er hægt, þá mælum við með því að þvo gallann sér. Því meira pláss sem er í vélinni, því betra. Svo er líka enginn hætta á því að gallinn taki í sig lit. Þetta er líklega augljóst fyrir flesta en aldrei þvo gallann þinn með beltinu þínu. (Nema að þú sért með hvítt belti að sjálfsögðu).