Um Okkur

Dogi (Galli á japönsku)

Hugmyndin af því að fara í þennan bransa kom út frá því að vilja styðja við vöruúrval á Karate vörum fyrir íslenska markaðinn. Aron eigandi Dogi hefur stundað Karate allt frá 6 ára aldri eða í yfir 20 ár.

Aron Breki Heiðarsson
Karate skiptir mig ótrúlega miklu máli og þegar ég frétti að því að það væri hætt að flytja inn galla og belti á íslenskan markað, fór ég strax að leita að leið til þess halda því áfram. Ég hef verið keppandi, iðkandi og dómari. Hef æft í Breiðablik allann minn Karateferil ásamt því að keppa fyrir Kata og Kumite landsliðið. Ég tók 1.Dan árið 2014 og svo 2. Dan 2021. Ég þekki því vel til íþróttarinnar og reglum WKF.

Markmiði Dogi eru að bjóða upp á gæða karatevörur, á góðu verði og að auka aðgengi Íslendinga sem og þeirra sem hér búa.

Í lok árs 2023 hafði ég samband við þó nokkra framleiðendur. Eftir nokkrar vikur af póstsamskiptum fram og til baka þá urðum við viðurkenndur dreifingaraðili Arawaza á Íslandi.

Í mínum klúbbi (Breiðablik) og samtökum WTKO er hefð fyrir því að panta sér merkt svört belti og galla. Hirota er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki frá Japan sem er þekkt fyrir góð gæði og góða þjónustu. Þeir eru mjög vinsælir í flestum Karate klúbbum í Japan og notaðir af bæði hefðbundnum Karate-ka og keppnis Karate-ka.

Þeim er einnig falið að búa til sérsaumaða karategalla fyrir fremstu Japönsku karate þjálfara heimsins og landsliðið. Þeir bjóða upp á faglegan sérsaum til þess að búa til þinn fullkomna galla.

Það skipti okkur miklu máli að geta boðið upp á bæði hefðbundna karategalla og allt sem til þarf fyrir keppni innan WKF.

Við opnuðum netverslun okkar í september, 2024.