Að hugsa um beltið þitt

Nokkrir framleiðendur halda því fram að belti séu ekki hönnuð til að þvo, bara hengd til þess að þorna.

Hins vegar í þágu hreinlætis teljum við að þú getur hreinsað beltið þitt.
Ef þú fylgir nokkrum einföldum reglum getur þú haft belti sem mun þjóna þér í langan tíma.

Bómullarbelti

Þessi belti er líklegast hægt að þvo í vél en við mælum þó með því að handþvo og hengja beltið svo upp til þess að þorna. Þú ættir einnig að teygja það eins mikið og mögulegt er áður en þú hengir það upp til þess að þorna.

1. Þvoið eftir þörfum

Þú þarft ekki að þvo beltið þitt oft, en reglulegur þvottur getur verið sniðugur. Það fer allt eftir því hvað þú æfir mikið. Ef þú æfir mjög mikið mælum við með því að þvo beltið á 2-3 mánaða fresti. Gott er samt að vera meðvitaður um að því oftar sem þú þværð beltið, því meiri líkur eru á því að beltið þitt dofni og skreppi saman.

2. Þvoið beltið sér

Ef þú ætlar að notast við þvottavél þá er mikilvægt að þvo beltið eitt og sér. Mælt er með því að þvo beltið á prógrammi fyrir viðkvæmann þvott og með köldu vatni. Eins og við nefndum hér fyrir ofan þá mælum við með handþvotti, með því að bleyta beltið í vatni með mildu þvottaefni.

3. Ekki þvo með heitu vatni

Eins og með gallana þá er kaldur þvottur bestur. Þetta varðveitir ekki aðeins lit beltsins og lágmarkar rýrnun heldur lengir það líka líftíma þess.

4. Notaðu aðeins mild þvottaefni

Alls ekki nota þvottaefni með klór. "Hand Wash" eða "Delicate" þvottaefni er best og þú þarft bara lítið.

5. Ekki nota þurrkara

Best er að hengja beltið upp til þerris

6. Teygðu á beltinu áður en þú hengir það upp til þess að þorna.

Belti minnka í þvotti. (Til eru dæmi um 10cm eða meira.)
Til þess að lágmarka minnkun þá mælum við með því að teygja og fletja beltið eins mikið og hægt er áður en það er hengt upp til þerris.

Silki og Satín belti

Þar sem ytri hlífin er viðkvæmari mælum við með því að handþvo aðeins létt með "Delicate" eða "Silk" þvottaefni en alls ekki í þvottavél.

Fatahreinsun gæti líka verið valkostur.

Tíð þurrkun með örlítið rökum klút eða handklæði eftir æfingu og að leyfa beltinu alveg að þorna með því að hengja það upp mun lengja líftíma beltisins og minnka þörfina á tíðum þvotti.